Blaðamaður í heimsókn

 viðtal mbl 001Í dag kom blaðamaður frá Barnablaði Morgunblaðsins í heimsókn og talaði við elstu börnin um væntanlega skólagöngu. Ljósmyndari koma og tók myndir og börnin svöruðu spurningum. Greinin byrtist svo í helgarblaði  Morgunblaðsins næstu helgi. 

Umsókn einstæðra foreldra um afslátt á leikskólagjöldum

Þeir foreldrar sem eru með afslátt vegna þess að þeir eru einstæðir þurfa að andurnýja umsóknir sínar fyrir 15.ágúst. Frá og með 1.sept. hækka gjöld hjá þeim sem ekki hafa endurnýjað umsóknir. Námsmenn sem eiga rétt á afslætti á dvalargjöldum  þurfa líka að sækja um afslátt fyrir 15.ágúst svo hann komi til lækkunar í september.  

Leikskólastjóri 

Opnun eftir sumarleyfi

Fimmtudaginn 4.ágúst opnar leikskólinn eftir  sumarleyfi. Þó nokkrir starfsmenn  er enn í  fríi og verður  mannskapurinn allur  ekki komin til vinnu fyrr en um 15.ágúst. Við verðum á rólegum nótum fyrstu dagana. Búið er að ráða deildarstjóra á Rauðaland og Bláaland.  Sonja Björg Íþróttafræðingur sem starfað hefur á Bláalandi undanfarin ár,  mun taka við deildarstjórn á Bláalandi þegar Margrét lætur af störfum  vegna aldurs í lok ágúst. Elín Huld leikskólakennari hefur verið ráðin í stöðu deildarstjóra á Rauðalandi og hefur hún störf þann 15. ágúst. Við bjóðum þær báðar velkomnar til starfa. Ása sem verið hefur á Rauðalandi í vetur hefur látið af störfum. Sigrún sem gegnt hefur stöðu deildarstjóra á Ruðalandi undanfarin ár hefur einnig látið af störfum og þökkum við þeim samstarfið í gegnum árin og óskum við þeim velfarnaðar í framtíðinni. 

sól


Foreldravefur

Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning