Vetrarstarfið komið í gang /Schedule for winter start

sept 2016 034 MediumÞessa viku hefur allt skipulagt starf farið af stað. Stundaskrár eru komnar á vefinn og hægt að nálgast þær þar sem stendur "leikskólinn" velja  "deildir" velja  viðkomandi deild og svo  "stundaskrá"  Börnin byrja að vinna með haustið í þemahópum, jógað hjá Sonju á mánudaginn var mjög spenndndi,  elstu börnin fóru í Fylkishöllina  á þriðjudaginn með Maju og Grétu  og í dag er tónlist í salnum hjá Elínu. Yngstu börnin eru byrjuð í könnunarleiknum og fóru í salinn í hreyfistund  á þriðjudaginn og hópur fór  í kjallarann til að vinna með stóru trékubbana (hollow block og pratt kubba)  og málningavinnu. 

This week has all organized work begun. Timetables are already on the web and you can access them that reads "Leikskólinn" select "deildir" select the department and "stundaskrá"  The children start working with the fall in theme groups, Yoga with Sonja on Monday was very enjoyable, the oldest children went to Fylkishöll on Tuesday by Maju and Gretel and today's music in the hall with Elin. The youngest children have begun to study the game (könnunarleikur)  and went to the hall  for sportstime and a group went into the basement to worke with large wooden blocks  (hollow blocks and pratt blocks)  and  painting.

Vetrarstarfið

19.sept 2016

Í dag byrjum við formlega vetrarstarfið.  Stundatöflur eru komnar inn á heimasíðuna undir deildum. Áherslur vetrarins verða svipaðar og síðasta vetur eða málörvun, fjölmenning, umhverfismennt ásamt því að unnið verður með tónlist, hreyfingu og þemastarf þar sem allir þættir fléttast saman. Starfsfólk hefur skipt með sér verkum og mun verða unnið með árgangana þvert á báðar eldri deildir þ.e. börn fædd 2011 verða saman í hóp, börn f. 2012 saman í hóp og börn f. 2013 saman í hóp. Við munum þó skipta í smærri hópa í tónlist og joga en samt blanda börnunum af báðum deildum saman ...þetta gerum við til að þau kynnist betur á milli deilda og einnig að börnin kynnist fleiri starfsmönnum en bara á sinni deild. Við munum setja inní dagatalið jafnóðum og við fáum vitneskju um viðburð en einnig hvetjum við foreldra til að fylgjast með í fataklefum og hér á heimasíðu.  Við munum líka setja okkur það markmið að senda oftar tölvupóst til foreldra. 

Starfsmannamál eru þannig að við höfum ráðið í allar stöður, en nú í byrjun sept.  fór Nona í langtíma veikindi sem munu taka um 2-3 mánuði og höfum við ráðið Lindu,  sem var hér í skilastöðu á síðast ári, í afleysingu fram að áramótum til að byrja með. Monika hefur einnig verið fjarverandi í tæpan mánuð en mun að öllu óbreyttu koma til starfa 21. sept. Margrét sem lét af störfum nú um síðustu mánaðarmót vegna aldurs hefur ákveðið að aðstoða okkur í 6 tíma á viku í vetur.  Auður sem sá um sérstuðning á síðasta vetri hefur tekið stöðu sérkennslustjóra í 50 % starfi og mun hún sjá um  málörvunarhópa og þau börn sem falla undir 2.fl. varðandi sérkennslugreiningu. Auður hefur verið að ljúka verkefnum á öðrum vetvangi nú í september  og verður komin að fullu inn í sérkennsluna í lok vikunnar.  

Á síðasta vetri vorum við í skemmtilegu verkefni með íþróttafélaginu Fylki þar sem tekið var á móti tveimur elstu leikskólaárgöngunum í Fylkisseli og Fylkishöll og kennarar á vegum Fylkis skipulögðu hreyfistundir og kynntu allar íþróttir sem fram fara undir merkjum Fylkis. Það er skemst frá því að segja að ekki fékkst fjárveiting í ár fyrir samskonar verkefni en við munum fá í staðin lánað íþróttahúsið í 12 vikur fyrir og eftir áramót 1x í viku þar sem við munum sjálf skipuleggja hreyfistund fyrir elsta árganginn fyrir áramót og næstelsta árganginn eftir áramót. Maja, Gréta og Sonja munu sjá um þetta starf.  Við munum fara á þriðjudögum kl. 10-11 í Fylkishöllina. 

Kartöfluræktun

5.sept.

Í vor ákváðum við að prufa að setja niður nokkrar kartöflur í steinbeðin okkar og sjá hvað kæmi upp. Uppskerudagurinn rann upp í morgun þegar elstu börnin ásamt Ingibjörgu tóku upp kartöflugrösin. Uppskeran var góð þó ekki væri hún mikil. Ákveðið var að sjóða kartöflurnar í hádeginu og borða þær með fiskinum.

 raudaland5sept2016 027 Mediumraudaland5sept2016 032 Mediumraudaland5sept2016 042 Medium

 

 


Foreldravefur

Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning