Velkomin til starfa aftur að loknu sumarleyfi

15.júlí 2017

Leikskólinn opnaði fimmtudaginn 10.ágúst að loknu sumarleyfi, vonandi áttu allir gott sumarfrí. Það var  glaður hópur barna sem mætti hér fyrsta daginn.  Mikill spenningur er hjá 2012. árganginum að komast upp um hóp, í risaeðluhóp, en formlega gerðist það í dag. Sama má segja um hvolpana sem breyttust í ljón 😁  Börnin af Grænalandi sem verða flutt á milli deilda byrjuðu í aðlögun í gær mánudag og munu þessi flutningur ganga vel fyrir sig því börnin eru svo tilbúin að komast á eldri deildarnar. Við gerum ráð fyrir að aðlögun nýrra barna verði að mestu lokið í byrjun september. 

Starfsfólk hefur verið að tínast í hús og verða allir komnir í lok næstu viku. Við eigum enn eftir að ráða í deildarstjórastöðu á Bláalandi en vonandi mun það ganga fljótlega. Við munum einnig skoða með að fá skólafólk í skilastöður. Annars er nokkuð bjart yfir okkur.  

Bergrós sem verið hefur með okkur í sumar mun líklega hætta og hefja nám í lok ágúst. Bjarni Sævar fór í fæðingarorlof 1.ágúst fram í nóvember og síðan er hann í áframhaldandi námi í HÍ en mun líklega koma í hlutastarf í nóvember. Ekki er alveg ljóst hvort við höldum Ara eitthvað áfram í starfi en það kemur í ljós á næstu dögum.

Sússa aðstoðarleikskólastjóri lýkur störfum núna  31.ágúst og fer á eftirlaun,  við hennar starfi tekur Valgerður Anna Þórisdóttir sem kemur til okkar frá leikskólanum Bergi á Kjalarnesi.  

Við lítum bara björtum augum  fram á vegin og hlökkum til að takast á við ný verkefni á komandi vetri.

glaðir skólakrakkar 

Sumarleyfi

11.júlí 2017

Við óskum öllum börnum og foreldrum þeirra gleðilegs sumarleyfis,  njótið samverunnar og vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir og senda okkur smá sólageisla í fríinu. Sjáumst svo hress og kát í ágúst.  Leikskólinn opnar aftur að loknu sumarleyfi fimmtudaginn 10 ágúst. 

sumarmynd

Sumarhátíðin 2017

28.júní 

í gær hélt  foreldrafélagið árlega  sumarhátið sína og var hún haldinn með glæsibrag. Veðurguðirnir voru okkur sérstaklega hliðhollir, sól og blíða og frábært útivistaveður. Tveir hoppukastalar komu í garðinn uppúr kl. 13.00 og fengu börnin strax að nota þá við miklar vinsældir. Um kl. 16.00 var byrjað að grilla pylsur, tövramaður kom og skemmti börnunum og fannst þeim mjög fyndið það sem hann gerði.  þrjár unglingsstúlkur komu og voru með andlitsmálun. Góð mæting var og var ekki annað að sjá en allir hafi skemmt sér vel.

15 

14

11

10


Foreldravefur

Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning