Vika 2. 11- 15.janúar Grænaland

Undanfarna viku höfum við verið að búa til víkingakórónu fyrir Bóndadaginn. Við höfum verið að syngja vetrarlögin og eru Krummavísur vinsælar og  Frost er út fuglinn minn kemur líka sterkur inn. 

Grænaland hefur ekki mikið  farið út þessa viku því það hefur verið svo mikið frost og hálka hefur líka verið að trufla okkur. 

Það hefur vantað börn alla vikuna vegna veikinda og er það aðalega hiti og kvef sem hefur verið að herja á þau en líka upp og niðurgangspest á stöku stað ennþá. Ilona hefur verið veik alla vikuna en hún fékk streptókokka og hefur það komið vel á vondann að líka hefur vantað börn.

graenaland15.jan16 001 Mediumgraenaland15.jan16 006 Mediumgraenaland15.jan16 030 Medium

 

 

 

graenaland15.jan16 036 Medium

 

 

Vikan 14.-18.desember

Grænaland 007 Medium

Þessa viku höfum við verið að undirbúa jólin, klára jólagjafir og leika okkur. Við höfum ekki mikið farið út því lóðin er svo svelluð að börnin eiga í erfiðleikum með að fóta sig. 

Það var farið í heimsókn í kirkjuna á fimmtudaginn og þar var hlustað á jólasöguna, Úlfur og mús komu í heimsókn, kveikt var á kertum og sungið.  Börnin gengu upp í kirkju og  farin var lengri leið svo hægt væri að ganga á stétt sem var snjólaus, bara hressandi það. 

Góð mæting hefur verið á börnunum, þó fór gubbupest að stinga sér niður á öllum deildum, einnig hefur streptokokka tilfelli komið upp. 

Lilja Rut eitt af börnunum á Grænalandi flutti til Færeyja núna í vikunni og óskum við henni og fjölskyldu hennar alls góðs í nýja landinu. 

Vikunni lauk svo með jólaballi í salnum og var mikil gleði þar, jólasveinninn kom í heimsókn og færði börnunum barbapabbaglas að gjöf. Sumum leist ekkert á sveinka og voru örugg í fangi starfsmanna á meðan hann stoppaði en önnur voru bara brött. Svo var borðaðu jólamatur og í kaffitímanum var súkkulaði og smákökur, sannkallaður hátíðisdagur. 

Næsta vika er stutt , aðfangadagur á miðvikudag en þá er leikskólinn opinn til kl. 12 en það er enginn hádegismatur. Undanfarin ár hefur ekkert barn komið á aðfangadag. Það er svo opið á milli jóla og nýárs.  Könnun hefur verið á mætingu barna þessa daga svo hægt sé að skipuleggja matarmál og fl. 

 

Blaaland 177 MediumGrænaland 006 Medium

vikan 23-27.nóvember

Það hefur verið nóg að gera á Grænalandi þessa  viku. Við erum farin að æfa jólalögin og ef foreldrar vilja nálgast texta þá eru þeir hér á síðunni undir "Leikskólinn- söngtextar" 

Á þriðjudaginn bökuðum börnin piparkökur sem verða boðnar í foreldrakaffi 4.des. 

Góð mæting hefur verið á börnunum og ekki nein teljandi veikindi í gangi í augnablikinu. 

Aðeins hafa verið forföll á starfsmönnum og er Erna í veikindaleyfi til 7. des. á meðan munu ýmsir hoppa inn og aðstoða á Grænalandi þó mest Súsanna aðsoðaleikskólastjóri. 

Eins og komið hefur fram þá kom upp eitt tilfelli af lús í húsinu og vonum við að allir foreldrar geri það sem gera þarf (kemba) til að uppræta þetta strax. 

Nú er snjórinn komin og mikil gleði að fá að leika sér í honum. 

Við minnum svo á að fylgjast vel með fatakössum og passa að alltaf séu aukaföt. 

Kveðja starfsfólk á Grænalandi 

graenaland27.nov2015 074 Medium

graenaland27.nov2015 068 Medium

graenaland27.nov2015 047 Medium

graenaland27.nov2015 006 Medium

Fréttir 12-16.október

Lífið á Grænalandi gengur sinn vanagang. í upphafi vikunnar voru nokkur börn veik en nú í lok hennar eru flestir komnir aftur, veikindin voru aðallega hiti, uppköst og niðurgangur.


Við höfum verið að vinna með haustið og laufin eins og allir í húsinu nú um stundir.


Við erum að byrja að fara í kjallarann sem er undir Rauðalandi og þarf að fara niður hringstiga sem börnin læra snemma að fara varlega í. Um helmingur fékk að fara í kjallarann í dag og þar er ýmis efniviður s.s trékubbar, föndurefni ýmiskonar, legókubbar, og dúkkudót auk þess er ágætis pláss til hreyfingar.


Vinsælustu lögin sem verið er að syngja núna eru Kolakassinn og Kisa kisa.....


Við minnum svo á foreldrafundinn á Þriðjudaginn 20. október kl. 08.15-09.00 í sal leikskólans.

iPad október 2015 099

iPad október 2015 087Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning