Vikan 17.- 20.maí á Rauðalandi

Á Rauðalandi gengur lífið sinn vanagang, Ása er komin í sumarfrí og verður svo í fríi fram í ágúst en í stað hennar er Bjarni komin í fullt starf.  

Veðrið hefur verið gott í þessari viku og vonandi að sumarið sé loksins að koma fyrir alvöru. Börnin hafa verið mikið úti og var mikill fögnuður þegar Kolla á Grænalandi kom með gamla tjaldið sitt og setti það upp í garðinum ætlunin er að það fái að standa þar í sumar en verði tekið inn um helgar. 

Sonja og Guðrún máluðu krítarvegg og hefur hann sannað gildi sitt og mikið teiknað á hann. Ætlunin er að setja annan krítarvegg við hliðina á útgögnuhliðinu. 

Risaeðlurnar fóru í heimsókn í Árbæjarskóla á miðvikudaginn og sátu í kennslustundum, fóru í frímínútur og var svo boðið í hádegismat með 1.bekkingum. 

Mikið var að gera hjá Risaeðlunum því þær fóru svo í Borgarleikhúsið á fimmtudaginn og sáu Töfraveröld leikhúsins.  Ljósamaður, búningamaður, hljóðmaður , leikmunakona og fl.  komu og sýndu tövraheim leikhúsfólksins . Búið var til leikrit með sprellandi tæknibrellum og endað á diskóballi í lokin. Allir skemmtu sér konunglega. 

Í næstu viku er það svo sveitaferð á miðvikudaginn 25. maí. 

Góða helgi allir á Rauðalandi 

blaaland19.mai16 023 Medium

raudaland17mai2016 113 Medium

raudaland17mai2016 150 Medium

raudaland17mai2016 040 Medium

Vikan 22. -26. febrúar á Rauðalandi

Við höfum ekki verið nógu dugleg að skrifa inn á síðuna í febrúar, það kemur kanski ekki mikið að sök því það sem er  að gerast á Bláalandi er mjög svipað því sem er í gangi hjá okkur. 

Við höfum verið að skoða fuglana í hverfinu og velta fyrir okkur hvað þeir heita og hvernig þeir eru . Við munum skoða myndir, fara í vetvangsferðir, spjalla saman, vinna verkefni , lesa bækur og fl. og velja okkur svo Hverfisfuglinn okkar. 

Nú hafa ljónin farið í Fylkishöllina í tvö skipti og hefur það verið mjög skemmtilegt. Nú er engin rúta og við göngum fram og til baka, enda stutt í Fylkishöll. 

Við höfum ekki enn orðið vör við að inflúensan sé að herja á börn og starfsfólk í Árborg og vonum að við  sleppum  bara vel í ár. En mikið hefur verið um veikindi í leikskólunum í kringum okkur. 

Í næstu viku verður heimsóknarvika fyrir foreldra í  leikskólanum og vonum við að foreldrar geti nýtt sér þetta tækifæri til að sjá og vera með börnum sínum smá tíma í leikskólanum .

Núna í vikunni kom pósturinn með bréf til barnanna í Árborg og var í því tövrateppi og bréf frá strák sem heiti Máni og á heima á Egilsstöðum, hann sagði okkur frá því hvernig það er að búa þar og spurði spurninga um hvernig væri að búa í Reykjavík. Í  næstu viku gæti komið annað bréf og verður spennandi að vita hvaðan það gæti komið.  Á föstudaginn 4.mars munum við svo vera með menningarmót og opið hús milli kl. 15.15 og 16.15.  

Góða helgi starfsfólk og börn á Rauðalandi.

 

262 Medium

 260 Medium

 

25.-29.janúar Rauðaland

Janúar hefur liðið hratt. Þorrablótið okkar var á síðasta föstudag þar sem stelpurnar gáfu strákunum blóm, við sungum  og dönsuðum og í hádeginu fengum við að smakka ýmsan þorramat.  Framan af vikunni var ekki hægt að fara út vena hálku í garðinum. Við losnuðum svo næstum því við klakann áður en fór að snjóa aftur og höfum getað farðið út og leikið okkur í snjónum. 

Sögubíllinn Æringi átti að koma til okkar í vikunni en vegna færðar og hálku þann dag,  þá treystu þau sér ekki til að koma. Heimsóknin var því færð til 11. febrúar. 

Óskar og Palli bangsarnir okkar eru lagði af stað í heimsókn til barnnna og eftir helgar er spennandi að lesa í bókinni um ævintýri þeirra. Tvö börn fá bangsana heim með sér  á föstudögum og koma svo með þá aftur á mánudögum. 

Ljónahópur fór í Fylkisselið á þriðjudaginn og er það alltaf jafn gaman hjá þeim.

Þokkaleg mæting er á deildinni en þó hefur eitt og eitt barn verið veikt. Greinst hafa nokkur tilfelli um streftókokkasýkingar og fylgja þeim sár hálsbólga og oft hiti. Meðhöndla þarf sýkinguna með sýklalyfjum.    Góða helgi starfsfólk og börn Rauðalandi 

Rauda 22.jan 2015 018 Medium

fylkir ljon 017 Medium

Vika 2 11-15.janúar Rauðaland

Þessa viku höfum við verð að búa til víkingakórónur og trog fyrir Bóndadaginn sem verður 22.janúar. 

Við höfum verið að ræða gamla tímann og í kjölfar heimsóknar elstu barnanna í Árbæjarsafn hafa verið miklar pælingar um hvernig var í gamla daga. Við erum líka farin að undirbúa afa og ömmu kaffið sem verður 5.febrúar. 

Við höfum ekki getað farið út alla daga vikunar venga frosts og hálku en þess í stað unnið að ýmsum verkefnum inni. 

Það hafa verið veikindi hjá nokkrum börnum og er það aðalega hiti og upp og niðurgangspestir. Við höfum líka verið fáliðuð á köflum því Maija var í fríi en kom í til baka á fimmtudag og Ása var veik framanaf vikunni en við fengum góða hjálp frá öðrum í húsinu á álagstímum og svo vantaði nokkur börn.

Ljónahópur fór í fyrsta skipti á þriðjudaginn í íþróttatíma hjá Fylki. Fyrir áramót voru Risaeðlurnar en nú eftir áramótin fara Ljónin. Þau byrja upp í Fylkisseli og þar sem allra veðra er von á þessum árstíma var ákveðið að börnin færu með rútu þessi fimm skipti sem þau fá í Fylkisseli en það er staðsett í Norðlingaholti og þar er fimleikadeildin og karatedeildin til húsa. Síðari fimm skiptin fara þau í Fylkishöll og þangað munum við ganga. Risaeðlunum þótti þetta mjög skemmtilegt fyrir áramót og Ljónin komu himinlifandi til baka úr fyrsta tímanum. Við gleymdum myndavél núna en hún verður með næst. 

Við þurftum að sleppa útikennslunni vegna frosts á fimmtudaginn en unnum bara verkefni hér heima í staðinn. 

raudaland 13.jan16 079 Mediumraudaland 13.jan16 077 Mediumraudaland 13.jan16 074 Mediumraudaland 13.jan16 063 Medium

Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning