Vika 25. 20 – 24 júní .

Í næstu viku verða búnar 26 vikur af þessu ári og árið því hálfnað. þetta hefur verið mjög skemmtilegt hálft ár og við búin að gera ansi margt og mikið skemmtilegt og en er nóg að gera. Veðrið hefur leikið við okkur þessa viku nema á mánudaginn var ansi mikil rigning og allt blaut en börnin voru alsæl að sulla í góðu pollagöllunum sínum. Þau fengu meira að segja viðbótar vatn úr slöngu sem er nýbúið að kaupa. Það voru miklar byggingaframkvæmdir í gangi, kastalar ,göng og brýr og allt var þetta fyllt af vatni.

Svo tók sól og blíða við og hóparnir fóru í sínar hefðbundnu ferðir um hverfið og líka upp að Rauðavatn. Þar voru grillaðir sykurpúðar og settir á kex og þá kom krem kex .

á miðvikudaginn var svo komið að sumarhátíðinni okkar. Garðurinn skreyttur hátt og lagt og farið í allskonar þrautir og leiki. Mikið fjör. Á fimmtudaginn var svo sumarhátíð foreldrafélagsins með 2 hoppuköstulum og fleiru.það voru grillaðar pylsur báða dagana.

Á fimmtudaginn fóru Risaeðlurnar í strætóferð að skoða Háskóla Reykjavíkur. Þau fengu að skoða vélmenni og fleiri skemmtilegar furðuverur. Einnig tóku þau með sér nesti og borðuðu í skólanum. 

Í næstu viku er stefnan tekin á lögreglustöðina til að skoða mótórhjólin og eitthvað fleira skemmtilegt .

Afmælisbarn mánaðarins var hann Axel Viktor sem varð 5 ára 13 júní .

Þetta verður síðasta frétta bréfið fyrir sumarfríi því nú fara starfsfólk og börn að streyma í frí. Nokkur börn hætta um sumarfrí og einn starfsmaður hættir í ágúst ,óskum við þeim velfarnaðar í framtíðinni.

24.júní 2016 14724.júní 2016 15124.júní 2016 16124.júní 2016 16924.júní 2016 17824.júní 2016 187

Vika 23 . 6 -10 júní .

Það hefur verið nóg að gera í kring um okkur í góða veðrinu sem hefur verið í vikunni. Allsstaðar hafa verið hópar á göngu bæði stórir og smáir. Mýsnar okkar fóru að gefa öndunum brauð á mánudaginn og lentu þá inn í hóp með krökkum úr Árbæjarskóla. þeim fannst þetta mjög gaman mikið. Það var mikið hlegið, trallað og nokkrir hittu systkini sín.

Ljónin rákust á  ljóð í skóginum upp í Breiðholtshverfi. Það voru nemendur úr 7.bekk í Seljaskóla sem voru búin að hengja ljóð í mörg tré í skóginum. Börnin okkar voru mjög spennt að finna næsta ljóð á leiðinni.

Risaeðlurnar komu með snigla sem þau fundu og nokkur vildu nú hafa þá sem gæludýr en það er nú víst ekki hægt svo þau fóru daginn eftir og skiluðu þeim þar sem þeir eiga heima .

Mýsnar, Ljónin og Risaeðlurnar fengu líka að hjálpa til með að setja kartöflur í moldarbeðið okkar. Það verður spennandi að sjá hvað gerist ;)

Í næstu viku er verið að tala um að fara með Risaeðlur og Ljón í göngu upp á Hólmsheiði ( þetta eru svo miklir göngugarpar ) taka með pylsur og grilla .

Svo er líka 17 júní á næstunni og þau hafa verið mjög dugleg að æfa 17 júní lagið. Brúðubílinn verður upp í Árseli 16 júní kl. 14 og þangað ætla allir að storma .

Góða helgi allir á Bláalandi.

10.júní2016 01510.júní2016 01810.júní2016 026

Vika 22. 30 maí -3 júní .

Það voru kát og glöð ljón (börn fædd 2011) sem komu heim úr ævintýra ferð í Þjóðminjasafnið á þriðjudaginn. Þau sáu margt skemmtilegt og áhugavert í safninu en mest fannst þeim gaman að mæta ísbirni og trölli, þegar þau löbbuðu syngjandi upp laugarveginn og vöktu athygli fyrir skemmtilega og flotta framkomu. Þau tóku með sér nesti og borðuðu það í Hljómskálagarðinum. Þetta var vel heppnuð ferð.
Seinni partinn þennan dag var komið að útskriftar hátíð hjá Risaeðlunum okkar. Það var mjög hátíðleg stund allir svo kátir, glaðir og mjög spennt. Svo var boðið upp á veitingar í boði foreldra .
Það er komið gróft plan fyrir júní. Risaeðlur fara á þriðjudögum og fimmtudögum í einhverskonar ferðir, stuttar eða langar.  Það er verið að skoða t.d. : Lögreglustöðina, slökkvilið, Indjánagil, Hallgrímskirkju, Björnslund og margt margt fleira .
Ferðin á Úlfarsfellið með Risaeðlurnar verður sennilega farin í vikunni 20 -24 júní og stefnt er á að sumarhátíðin okkar verði í vikunni 13 -16 júní. Í gær var sameinað í eina ferð, síðustu útikennslunni. Börnin tóku með sér brauð til að gefa fuglunum okkar .
Hinir hóparnir ( Ljón og Mýs ) fá líka sínar gönguferðir. Ljónin fara á miðvikudögum og Mýsnar á mánudögum. Við ætlum við að vera dugleg að nota útidótið okkar : Penslana, krítarnar, tjaldið, sippubönd og margt fleiraLaughing
Góða helgi allir á Bláalandi.

Vika 21 . 23 -27 maí.

Nú er sveitaferðin afstaðin. Hún tókst í alla staði frábærlega vel. Veðrið var nú samt ekki alveg nógu gott um morguninn en svo stytti upp og þegar við komum í sveitina þá var komin sól og þurrt veður .

Allir skemmtu sér konunglega við að skoða dýrin og þau sem þorðu fengu að að halda á minnstu dýrunum og klappa.

Leiktækin voru líka mjög vel notuð en alltaf eru nú samt traktorarnir vinsælastir. Síðan var borðað úti í garði. Það var boðið upp á grillaðar pylsur og mjólk úr kúnum.

Það voru þreyttir en ánægðir ferðalangar sem komu með rútunum tveimur í bæinn eftir vel heppnaðann dag, sumir gátu meira að segja fengið sér blund á leiðinni heim.

Nú er undirbúningur fyrir sumarstarfið langt komin. Byrjað verður að fara ferðir í júní. Ljónahópurinn fer í Þjóðminjasafnið þriðjudaginn 31.maí kl 10. Sama dag ( 31 ) verður svo líka útskrift hjá Risaeðlunum okkar kl. 16:30.

Við stefnum svo að því að hafa sumarhátið hjá okkur 16 júní ef veður leyfir.

Afmælisbörn maí mánaðar voru : María Cassandra sem varð 5 ára 3 maí, Valentína Eva varð 4 ára 8 maí, Hjördís Ólöf verð 5 ára 13 maí og svo Fanney Rós sem er 5 ára í dag 27 maí. Við óskum öllum þessum stúlkum til hamingju með afmælin .

Nú er hún Linda sem hefur verið í skilastöðu hjá okkur í vetur að fara að fljúga á vit ævintýranna og verður flugfreyja hjá Icelandair í sumar. Helga Björt kemur í hennar stað í sumar, hún verður ekki föst á neinni sérstakri deild heldur verður afleysing þar sem vantar og vinnur til kl.17. Við bjóðum hana velkomna .

Góða helgi til allra starfsfólk Bláalands.

27.mai 2016 22227.mai 2016 230

Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning