Foreldrafélag

 

Foreldrafélag er starfandi við leikskólann og eru allir foreldrar þátttakendur í því. Stjórn félagsins er skipuð tveimur fulltrúum foreldra frá hverri deild og einum fulltrúa starfsmanna.

Stjórnin fundar einu sinni í mánuði. Foreldrafélagið er með sjóð sem foreldrar greiða í x3 á ári og stendur þessi sjóður undir uppákomum til viðbótar daglegu starfi s.s. leiksýningum, opnu húsi, sveitaferð og útskriftarferð elstu barna svo eitthvað sé nefnt.

Haldinn er  kynningarfundur með  foreldrum barna sem hafa fengið vilyrði fyrir plássi að sumri eða hausti. Á þessum fundi er leikskólinn kynntur og farið yfir helstu atriði sem foreldra þurfa að vita áður en barnið byrjar í leikskólanum.

Foreldrum er boðið upp á viðtöl við deildastjóra tvisvar á ári, að hausti og aftur að vori. Þar fyrir utan geta foreldrar óskað eftir viðtölum við deildarstjóra og leikskólastjóra hvernær sem er. 

Foreldrum er boðið að koma og heimsækja leikskólann í foreldraviku sem  haldin er einu sinni að vetri, einnig hefur foreldrum verið boðið að koma í leikskólann í sérstöku tilfellum.

Foreldrafélagið stendur fyrir "Opnu húsi" fyrsta sunnudag í aðventu ár hvert. Þá koma foreldrar og börn í leikskólann og föndra saman. Á vorin er síðan opið hús þar sem afrakstur vetrarins er sýndur og gestum og gangandi gefst tækifæri að kynna sér starf leikskólans.

Foreldrakaffi er haldið 2-3 á vetri, einnig er afa og ömmu kaffi í febrúar. Foreldrafélagið stendur síðan fyrir ýmsum samkomum  um helgar nokkrum sinnum yfir veturinn s.s. sundferðum, gönguferðum, leikhúsferðum og sleðaferðum þar sem öll fjölskyldan getur verið með.     

Foreldrafélagið er með foreldrasjóð sem stendur undir kostnaði leiksýninga, ferða og jólahalds svo eitthvað sé nefnt. Greitt er í sjóðinn 3x á ári .feb, jun, okt. Foreldrar fá greiðsluseðil heim með barninu. Upphæðin  er kr.500- pr.mán.

Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning