Útskriftarferð í Vatnaskóg 2017

Í gær fóru Risaeðlurnar í Útskriftarferð í Vatnaskóg. Þar var tekið vel á móti þeim, farið í leiki bæði úti og inni. Þau skoðuðu kirkjuna og húsið hans Kúra Múra  og margt fleira. Þau fengu svo heimsins bestu pizzu í hádeginu og súkkulaði köku í kaffinu.Mjög skemmtilegur dagur.

IMG 8307IMG 8312IMG 8307IMG 8301IMG 8276

9.5.Síðasta skólastundin

Í dag var síðasta skólastundin á þessari önn. Nú tekur við meiri útivera og ferðir hjá Risaeðlunum.Þau fengu að velja sér leiki og verkefni. Við fórum í Flöskustút og Eggið og hænan. Síðan völdu þau sér verkefni eins og spil, stafi ofl.

IMG 8274IMG 8275IMG 8273IMG 8272IMG 8265

Harpa og Hvalasafnið

26.4.2017

Það er mikið um að vera hjá Risaeðlum þessa dagana. Á þriðjudaginn sungu þau í Hörpu og stóðu sig mjög vel í alla staði. Daginn eftir  fóru þau svo í Hvalasafnið með strætó þar sem þau fengu leiðsögn, sem var mjög áhugaverð og skemmtileg. Þau fóru með nesti sem þau borðuðu í Hvalasafninu í hádeginu. 3. maí ætla þau svo að syngja fyrir eldri borgarana í Árbæ og Grafarholti í Árbæjarkirkju kl.13

IMG 8918IMG 8917IMG 8902IMG 8895IMG 8894IMG 8892

Eldvarnareftirlitsmenn í apríl

Eldvarnareftirlitsmenn apríl mánaðar voru þau Lára Margrét og Kári Bergmann.

Þau kynntu sér eldvarnir leikskólans, hvar væru útleiðir, reykskynjarar og slökkvitæki .

IMG 8238IMG 8237

Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning