Forföll starfsmanna

Til að upplýsinga fyrir foreldra þá hefur desember verið okkur þungur sérstaklega seinni parturinn vegna forfalla starfsmenna. Nona á Bláalandi hefur verið í langtímaveikindum en kom til baka 5.des í 50 % starf til að byrja með en vonandi fer hún fljótt í sína gömlu stöðu aftur. Linda hefur leyst hana af á meðan. Síðari hluta nóvember fór Erna á Grænalandi  í veikindaleyfi og er óvist hvenær hún kemur til baka og hefur  Linda einnig  verið  að leysa  hana af ásamt öðrum. Nú 16.des fór svo Sigga matráður í 3-4 mánaða veikindaleyfi svo starfsfólk hefur verið að hlaupa í skarðið þar líka svo allir fái nú mat í hádeginu. Starfsfólk mun bjarga matarmálum fram að áramótum en eftir áramótin er búið að ákveða að kaupa inn alla þjónustu tengda eldhúsinu. Þetta er svolítið mikið fyrir lítin leikskóla en við gerum okkar besta og vonum að flensur og pestir fari mildum höndum um okkur. 

jolasveinn

Jólaball 2016

Það var mikil eftirvænting áður en jólaballið byrjaði sumir voru alveg vissir um að það kæmi jólasveinn og að sjálfsögðu kom hann og það var Giljagaur sem mætti að þessu sinni. Hann var ótrúlega skemmtilegur og börnin hlóu mikið, hann reyndi að komast inn um gluggana og svo var hann mikið í endurtekningum og sprelli, að lokum gaf hann öllum pakka sem innihélt tannbursta með blikkandi ljósi og var mikil ánægja í hópnum með svona skemmtilega gjöf. Flestir voru spenntir og ekkert hræddir við jólasveininn en svo voru nokkur sem álváðu að best væri að halda sig í hæfi legri fjarlægð og í öruggu fangi starfsfólks. 

jólaball 2016 065 Medium

jólaball 2016 050 Medium

jólaball 2016 068 Medium

jólaball 2016 074 Medium

Rauður dagur í dag 9.des.

Í dag var rauður dagur og mættu flestir í einhverju rauðu eða með rautt í hárinu, rauðar húfur eða bara með rauða rönd á sokkunum 😂

raudur dagur 2

raudur dagur 2 

 


Foreldravefur

Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning