Streptococcar

Undanfarnar vikur hafa verið að greinast hér sýkingar í börnunum sem er af völdum Streptococca.  Þessi sýking veldur oftast hálsbólgu og stundum hita. Þetta er sama baktería og veldur Skarlatssótt.  Streptococcar eru alltaf meðhöndlaðir með sýklalyfjum.   Streptococcar eru mjög smitandi og fólk myndar ekki ónæmi fyrir sýkingu og getru því fengið hana oftar en einu sinni.   Það eru nokkuð margir með Streptococca sýkingu núna og viljum við byðja foreldra að vera vakandi fyrir henni og láta taka strokpróf hjá lækni ef grunur vaknar.  Börnin eiga að vera heima í lágmark 2 sólahring eftir að lyfjataka hefst, ef þau eru ekki veik að öðru leiti, það tekur lámark þann tíma fyrir lyfin  að byrja að virka og á meðan eru sýkingin  smitandi.

Leikskólastjóri


Foreldravefur

Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning