Elstu börnin í júní

Nú í júní hafa Gréta og Ari farið með elstu börnin í ferðir sem hafa tekið mislangann tíma ýmist hálfan eða heilan dag. Þau hafa farið í bæinn og skoðað stytturnar og Hallgrímskirkjuturn, fóru í húsdýra og fjölskyldugarðinn, heimsóttu Emmessís og síðan fóru börnin með Grétu og Ara í óvissuferð sem þau skipulögðu sjálf og stýrðu.  Settar hafa verið myndir inní albúm skólahóps úr þessum ferðum. 

IMG 6234 Medium

IMG 6102 Medium

IMG 6012 Medium

IMG 6091 Medium

IMG 6062 Medium

Nýr sérkennslustjóri

21.júní 2017 

Í gær 20. júní  kom nýr starfsmaður til okkar,  hún heitir Guðrún Matthildur Arnardóttir og er leikskólakennari með diplóma í sérkennslufræðum auk þess sem hún er að vinna að mastersgráðu í sérkennslufræðum. Hún mun sjá um málörvun og halda utan um sérkennslubörnin í húsinu. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

gudrun matthildur 1  

Sumarstarfið

7.júní 2017

Nú er hefðbundnu vetrarstarfi lokið að mestu og við tekur lausari dagskrá sem byggir á útiveru, ferðum og óvæntum uppákomum. Við munum grípa tækifæri sem gefast til að fara með börnin útfyrir lóð og elstu börnin munu fara í ferðir út í bláinn ca. 2x í viku. Það fer eftir veðri hvað verður gert og hvenær. Við stefnum á íþróttadag hér í garðinum í næstu viku, Samverustundir og sögustundir verða á sínum stað. 

Sonja deildarstjóri á Bláalandi mun hætta störfum þann 9.júní og halda til Noregs á vit nýrra ævintýra og óskum við henni velfarnaðar í nýjum heimkynnum. Í sumar eru hér 3 frábærir sumarfstarfsmenn það eru Bjarni , Ari og Bergrós. Þau skipta með sér að vera til kl. 17.00 á daginn og verða á öllum deildum eftir því sem þarf. 

summer kids 260156


Foreldravefur

Leikskólinn Árborg | Hlaðbæ 17 | 110 Reykjavík | s: 587 4150 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | loginInnskráning